lau 06. ágúst 2022 18:18
Brynjar Ingi Erluson
Lengjudeild kvenna: Þrjár fæddar 2009 spiluðu í sigri Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis
Frá vinstri: Ármey Myrra, Rakel Lilja og Þórunn Linda. Allar fæddar 2009.
Frá vinstri: Ármey Myrra, Rakel Lilja og Þórunn Linda. Allar fæddar 2009.
Mynd: Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
Fjarðab/Höttur/Leiknir 3 - 0 Grindavík
1-0 Ainhoa Plaza Porcel ('21 )
2-0 Heidi Samaja Giles ('51 )
3-0 Yolanda Bonnin Rosello ('67 )

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir vann öruggan 3-0 sigur á Grindavík í Lengjudeild kvenna í dag en leikurinn var spilaður í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði.

Ainhoa Plaza Porcel gerði eina markið í fyrri hálfleiknum er hún skoraði á 21. mínútu áður en Heidi Samaja Giles tvöfaldaði forystuna í byrjun síðari hálfleiks.

Yolanda Bonnin Rosello gulltryggði sigurinn á 67. mínútu leiksins.

Þrjár stelpur fæddar árið 2009 komu inná sem varamenn hjá heimakonum. Rakel Lilja Sigurðardóttir kom fyrst inn á 79. mínútu og fimm mínútum síðar komu þær Ármey Mirra Óðinsdóttir og Þórunn Linda Beck Einarsdóttir inná.

Greinilega mikill efniviður fyrir austan en þær komu inn í liðið og héldu hreinu í þokkabót.

Liðið er í 4. sæti með 24 stig en Grindavík í 8. sæti með 11 stig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner