Patrick Pedersen varð í gær markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar þegar hann skoraði tvennu fyrir Val í jafntefli gegn ÍA á Skaganum.
Patrick skoraði fyrsta mark sitt fyrir Val þann 7. ágúst 2013 í 0-4 sigri gegn Fram á Laugardalsvelli. Hann setti tóninn þar eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður.
Patrick skoraði fyrsta mark sitt fyrir Val þann 7. ágúst 2013 í 0-4 sigri gegn Fram á Laugardalsvelli. Hann setti tóninn þar eftir að hann hafði komið inn á sem varamaður.
Síðan þá eru mörkin orðin 133 í Bestu deildinni, efstu deild á Íslandi, og er hann búinn að taka fram úr Tryggva Guðmundssyni sem markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar.
Hlédrægi Daninn hefur tvisvar farið erlendis eftir að hann kom fyrst í Val en honum virðist líða langbest á Hlíðarenda, eins og hann hefur sýnt í sumar. Patrick, sem er 33 ára, er líklega að eiga sitt besta tímabil á Íslandi þar sem hann er búinn að skora 17 mörk í 17 leikjum í Bestu deildinni.
Segja má að dönsku sóknarmennirnir séu að taka yfir íslenskan fótbolta því Nikolaj Hansen, sóknarmaður Víkinga, er búinn bæta metið yfir flest mörk skoruð fyrir íslenskt félagslið í Evrópukeppni. Hann er líka markahæsti leikmaður Víkings í efstu deild frá upphafi.
Nikolaj er markahæsti leikmaður Sambandsdeildarinnar á þessu tímabili með sex mörk en hann hefur í heildina gert 13 mörk fyrir íslenskt félagslið í Evrópukeppni sem er meira en nokkur annar. Áður áttu Atli Guðnason og Höskuldur Gunnlaugsson metið.
Patrick og Nikolaj hafa báðir verið á Íslandi í fjöldamörg ár og þeim virðist líða býsna vel hér á landi. Og báðir verða þeir hér áfram því þeir eru samningsbundnir sínum félagsliðum til 2027.
Athugasemdir