Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 06. september 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Portúgali með flautuna í Laugardalnum
Icelandair
Joao Pinheiro.
Joao Pinheiro.
Mynd: Getty Images
Dómarar leiks Íslands og Moldóvu á morgun eru portúgalskir.

Aðaldómari er Joao Pinheiro en hann er 31 árs og hefur verið alþjóðlegur dómari síðan 2016.

Hann hefur verið að klífa upp stigann hjá FIFA og dæmt í forkeppni Evrópudeildarinnar og Meistaradeildarinnar.

Hann dæmdi í sumar leik Maribor og Vals í undankeppni Evrópudeildarinnar en Maribor vann þann leik 2-0.

Leikur Íslands og Moldóvu hefst 16:00 á morgun en enn er hægt að fá miða á leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner