Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 06. september 2021 14:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurfum að passa að Miedema fái ekki boltann
Icelandair
Vivianne Miedema, markamaskína.
Vivianne Miedema, markamaskína.
Mynd: Getty Images
Holland varð Evrópumeistari 2019.
Holland varð Evrópumeistari 2019.
Mynd: Getty Images
Hollenska landsliðið, eitt sterkasta landslið heims, mun mæta á Laugardalsvöll seinna í þessum mánuði í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM kvenna.

Landsliðshópur Íslands var tilkynntur í dag og má sjá hann með því að smella hérna.

„Holland er með gríðarlega sterkt lið, þær eru í fjórða sæti á styrkleikalista FIFA og hafa verið í úrslitakeppnum EM og HM. Þær eru ríkjandi Evrópumeistarar og voru silfurlið á HM. Þær töpuðu á móti Bandaríkjunum í vítaspyrnukeppni á Ólympíuleikunum," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi.

„Eina óvissan varðandi Holland er það að þær eru með nýjan þjálfara sem tekur við fyrir þessa undankeppni. Þær spila á móti Tékkum áður en þær koma hingað. Við sjáum þar hvort nýr þjálfari gerir margar breytingar."

Í hollenska liðinu er markamaskínan Vivianne Miedema. Hún hefur skorað 83 mörk í 100 landsleikjum. Hún leikur með Arsenal á Englandi.

Hvernig fer íslenska liðið að því að stoppa þennan leikmann?

„Stórt er spurt maður... aðalmálið er að koma í veg fyrir að hún fái boltann. Við þurfum að stoppa hinar í að koma boltanum á hana. Við megum ekki gefa henni tíma og pláss. Stóra málið er að hindra að það sé hægt að senda á hana. Við þurfum að spila virkilega vel á móti hinum leikmönnunum til að koma í veg fyrir að hún fái boltann," sagði Þorsteinn.

Það var rætt um Miedema og komandi landsleik í Heimavellinum. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
Heimavöllurinn: Dauðafæri á Kópavogsvelli, Miedema mætir og miðvarðamergð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner