Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fös 06. september 2024 17:57
Sölvi Haraldsson
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Icelandair
Ólafur Ingi að skrifa eitthvað skemmtilegt í hálfleiknum.
Ólafur Ingi að skrifa eitthvað skemmtilegt í hálfleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ólafur Ingi Skúlason, nýráðinn U21 landsliðsþjálfari stýrði Íslandi til sigurs gegn Danmörku í dag í frumraun sinni sem aðaþjálfari U21 landsliðsins. Kristall Máni skoraði þrennu en Ari Sigurpáls skoraði hitt markið í 4-2 sigrinum.


Lestu um leikinn: Ísland U21 4 -  2 Danmörk U21

Þetta var bara góður sigur fyrst og fremst. Þrjú stig er það sem við þurftum. Við fáum færi til að byrja með og erum góðir í pressunni. Síðan missum við taktinn, þeir eru með gott lið þegar þeir fá tíma á boltann. En við náum að laga það síðan og þorðum að stíga ofar. Við erum aðeins of sloppy í byrjun seinni hálfeliks. Síðan skorum við tvö mörk og heilt yfir getur maður ekki annað en verið sáttur með leikinn í dag.“ sagði Ólafur til að byrja með um leikinn.

Var eitthvað meira sætt að vinna fyrsta leikinn sem aðalþjálfari þar sem hann var gegn Danmörku?

Það má alveg segja það. Danir eru nágrannaþjóð og það er mjög jákvætt. Þeir voru á toppnum í riðlinum, þetta var bara nauðsynlegt fyrir okkur að vinna. Hrós á strákana fyrir að gera þetta svona vel.

Vendipunktur leiksins var án efa vítið sem Ísland fékk og rauða spjaldið á Danmörku. Ólafur segir þetta hafa verið réttur dómur þrátt fyrir mótmæli dana.

Mér fannst það. Það er eiginlega ekkert hægt að kvarta yfir þessu. Þetta er bara hárréttur dómur. Hann reynir ekkert að vinna boltann og tosar hann niður. Virkilega vel gert hjá Hilla (Hilmir Rafn) að ná stöðu á honum, náttúrulega nautsterkur og gerði þetta virkilega vel. Vel gert hjá Stalla (Kristall Máni) að klára þetta í svona pressu víti. Mér fannst svo bara eftir það við vera aggresífir og bættum við. Við héldum alltaf pressu á þeim og gerðum þetta virkilega vel.

Kristall Máni skoraði þrennu í dag og gerði mjög vel fyrir framan markið.

Hann var frábær. Þeir voru allir með tölu frábærir. Kristall gerði mjög vel og kláraði sín færi mjög vel. Það er ekkert annað, hann getur farið með bros á vör til Danmerkur þar sem hann spilar og nuddað þeim aðeins upp úr þessu.

Daníel Freyr Kristjánsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir U21 landsliðið í dag en Ólafur var sáttur með hann.

Hann átti flottan leik eins og allir. Daníel þekki ég mjög vel og treysti honum 100% fyrir þessari stöðu, hann er góður leikmaður og gerði vel varnarlega og sóknarlega í dag. Hann ásamt fleirum átti mjög flottan dag.“

Nánar er rætt við Ólaf í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir