Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Kjaftæðið - Alvöru hiti í Pepsi Max studio-inu!
Hugarburðarbolti GW 16 Mr.Handsome
Enski boltinn - Hvað ertu eiginlega að tala um?
Uppbótartíminn - Ein sú besta kveður sviðið, kraftröðun og slúður
Útvarpsþátturinn - Óli Jó og er hægt að bæta Bestu?
Kolbeinn Þórðar: Algjört heillaskref og nánast fullkomið fyrir mig
Enski boltinn - Salah fór í viðtal og ótrúleg upprisa Aston Villa
Hugarburðarbolti GW 15 Mo Salah fékk rauða spjaldið !
Kjaftæðið - Salah má fara, Slot má fara en Jónatan fer ekkert!
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
Kjaftæðið - Amorim og Slot í alvöru brekku
Enski boltinn - Hrein hörmung hjá Liverpool, Man Utd og Tottenham
Útvarpsþátturinn - Einkunnir Íslands og hringt út
   fös 06. nóvember 2015 12:30
Elvar Geir Magnússon
Laugardal
Heimir Hallgríms: Góður tímapunktur til að hvíla þá eldri
LG
Borgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var opinberaður landsliðshópur Íslands fyrir vináttuleiki gegn Póllandi og Slóvakíu ytra 13. og 17. nóvember.

Fótbolti.net ræddi við Heimi Hallgrímsson landsliðsþjálfara af því tilefni og má hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan. Hópurinn er ungur og margir leikmenn að fá tækifæri.

„Þetta eru strákar sem hafa verið á jaðrinum. Við höfum margoft rætt hvort það sé kominn tími fyrir hinn og þennan en höfum valið að vera fastheldnir á hópinn okkar. Við höfum verið mjög ánægðir með hópinn eins og hann hefur verið en nú gefst okkur tækifæri á að skoða þessa nýju leikmenn sem hafa staðið sig vel með sínum félagsliðum og U21-landsliðinu," segir Heimir.

„Okkur fannst góður tímapunktur að hvíla eldri leikmennina sem við þekkjum nákvæmlega og vitum hvað geta."

Ljóst er að það þarf að stækka teymið í kringum landsliðið fyrir lokakeppni EM. Hvernig gengur sú vinna?

„Hún gengur ágætlega. Við erum að fara á fund á morgun með yfirstjórninni hér, ræðum hvernig við plönum þetta. KSÍ hefur sett upp ákveðið skipurit um hvernig við ætlum að stjórna þessu. Við ætlum að slípa það til. Við ætlum samt ekki að fylla allt af starfsfólki. Núverandi starfsfólk er frábært en auðvitað er ekki hægt að bjóða mönnum upp á að vinna frá morgni til miðnættis í margar vikur."

Viðtalið má heyra í heild í spilaranum hér að ofan en þar ræðir Heimir meðal annars um komandi landsleiki gegn Póllandi og Slóvakíu.
Athugasemdir
banner
banner