Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 06. nóvember 2019 16:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lineker skýtur á Arsenal: Minnir á gömlu góðu dagana
Mynd: Twitter
Arsenal leikur um þessar mundir í Portúgal gegn Vitoria í Evrópudeildinni. Leikurinn var færður vegna öryggisástæðna en venjulega fara Evrópudeildarleikir fram á fimmtudögum.

Gary Lineker, fyrrum sóknarmaður Leicester, Everton Tottenham og Barcelona og núverandi þáttastjórnandi á BT Sport, skaut með léttu gríni á Arsenal fyrir leikinn í dag. Þar vitnar Lineker í að Arsenal var þáttakandi í Meistaradeildinni í tvo áratugi í röð en undanfarin ár hefur liðið leikið í Evrópudeildinni.

Lineker sagði einfaldlega: „Arsenal að spila í dag. Miðvikudagsleikur í Evrópu: sú nostalgían."

Staðan í leiknum er 0-0 þegar þessi orð eru rituð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner