Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 06. nóvember 2019 17:30
Magnús Már Einarsson
West Ham íhugar að kalla Diangana til baka úr láni
West Ham er að íhuga að kalla Grady Diangana til baka úr láni frá WBA í janúar.

Hinn 21 árs gamli Diangana hefur skorað fjögur mörk og lagt upp fjögur fyrir WBA sem er á toppnum í Championship deildinni.

West Ham er með klásúlu um að mega kalla Diangana til baka í janúar og Manuel Pellegrini, stjóri West Ham, gæti nýtt sér það.

Michal Antonio er meiddur og Felipe Anderson hefur ekki náð sér á strik á tímabilinu.

Því vill Pellegrini auka möguleikana á köntunum og þar gæti Diangana komið sterkur inn.
Athugasemdir