Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mið 06. nóvember 2024 08:40
Elvar Geir Magnússon
Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar
Powerade
Mo Salah, leikmaður Liverpool.
Mo Salah, leikmaður Liverpool.
Mynd: Getty Images
Manchester United ætlar að kaupa Branthwaite.
Manchester United ætlar að kaupa Branthwaite.
Mynd: Getty Images
PSG vill Duran.
PSG vill Duran.
Mynd: EPA
Áhugi á Salah frá Sádi-Arabíu og Katalóníu, Manchester United ætlar að fá miðvörð Everton næsta sumar og PSG undirbýr tilboð í Jhon Duran. Það er ekkert fjallað um bandarísku forsetakosningarnar í slúðurpakka dagsins.

Sádi-arabíska félagið Al-Hilal vill fá Mohamed Salah (32), framherja Liverpool og Egyptalands, í tæka tíð fyrir HM félagsliða næsta sumar. (Talksport)

Barcelona hefur einnig áhuga á að fá Salah þegar samningur hans við Liverpool rennur út í lok tímabilsins. (Sport)

Liverpool ætlar að hefja viðræður um nýjan samning við skoska landsliðsbakvörðinn Andy Robertson (30) í sumar. (Football Insider)

Ensk úrvalsdeildarfélög hafa áskilið sér rétt til að krefjast skaðabóta vegna tapaðra tekna ef Manchester City verður fundið sekt um brot á fjármálareglum deildarinnar. (Times)

Fyrrum íþróttastjóri Arsenal, Edu, hafnaði tilboði um nýjan samning og hærri laun hjá Arsenal og ákveð frekar að taka að sér starf hjá félögunum þremu í eigu Evangelos Marinakis, eiganda Nottingham Forest. (Mail)

Manchester United ætlar að kaupa Jarrad Branthwaite (22), miðvörð Everton og Englands, næsta sumar. (Talksport), utanaðkomandi

Rúben Amorim, verðandi stjóri Manchester United, vill að þrír leikmenn Sporting komi á Old Trafford. Það eru portúgalski miðvörðurinn Goncalo Inacio (23), varnarmaðurinn Ousmane Diomande (20) og sænski framherjinn Viktor Gyökeres (26). (Sky Sport Sviss)

Enski miðvörðurinn Harry Maguire (31) hefur ekki hug á að yfirgefa Manchester United í janúar og telur að hann geti fengið nýjan samning hjá félaginu. (TBR)

Manchester United mun bíða með að fá fjárhagsáætlun bresku ríkisstjórnarinnar áður en ákveðið er hvort það eigi að rífa Old Trafford og byggja nýjan leikvang, eða endurnýja núverandi leikvang. (Telegraph)

Simone Inzaghi, stjóri Inter, hefur viðurkennt að hann hafi fengið tilboð úr ensku úrvalsdeildinni á sínum tíma. Hann viðurkennir að enska deildin sé spennandi en sé ánægður hjá Inter. (Mail)

Paris St-Germain er að undirbúa tilboð í kólumbíska framherjann Jhon Duran (20) hjá Aston Villa. (Fichajes)

Manchester City gæti keypt einn eða tvo leikmenn í janúar eftir meiðslin sem hafa herjað á liðið. (Football Insider)

Cole Palmer (22), framherji Chelsea og enska landsliðsins, mun fara í myndatöku á vinstra hné eftir að hafa meiðst í jafnteflinu við Manchester United á sunnudaginn. (Standard)

Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, mun ekki hafa nein áhrif á val Lee Carsley, bráðabirgðastjóra, fyrir leiki Þjóðadeildarinnar síðar í þessum mánuði. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner