Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mið 06. nóvember 2024 10:10
Elvar Geir Magnússon
Býst við Gylfa enn öflugri á næsta tímabili
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björn Steinar Jónsson, nýr formaður fótboltadeildar Vals, býst við að Gylfi Þór Sigurðsson verði enn betri á næsta tímabili fyrir liðið en hann var á liðnu tímabili.

Björn sagði frá því í útvarpsþættinum Fótbolti.net að hann hefði rætt við Gylfa eftir að tímabilinu lauk.

„Ég hitti hann í vikunni. Hann kom inn í þetta tímabil þannig að hann var frá í nóvember til janúar og meiddur fyrir ári síðan. Hann fór út til Spánar til að jafna sig og kom svo beint inn í mótið," segir Björn.

„Núna ætlar hann sér að fara til Spánar og halda áfram að æfa og koma inn í undirbúningstímabilið. Gylfi sýndi á þessu tímabili hversu góður og öflugur hann getur verið. Ég held að hann ætli sér og muni verða miklu öflugri á næsta tímabili."

Gylfi var valinn í lið ársins í Bestu deildinni en hann sagði eftir lokaumferð tímabilsins að hann yrði væntanlega áfram með Val á næsta tímabili en samningurinn sem hann gerði var til tveggja ára.
Útvarpsþátturinn - Besta, Valur og Amorim tekur við
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner