Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 06. desember 2018 23:35
Brynjar Ingi Erluson
De Telegraaf: De Jong á leið til PSG fyrir 75 milljónir evra
Frenkie De Jong í leik með Ajax
Frenkie De Jong í leik með Ajax
Mynd: Getty Images
Franska stórliðið Paris Saint-Germain er að festa kaup á hollenska miðjumanninum Frenkie de Jong frá Ajax. Það er hollenska blaðið De Telegraaf sem greinir frá þessu í kvöld.

De Jong er 21 árs gamall og er þegar búinn að festa sig í sessi á miðjunni hjá Ajax og þá á hann fast sæti í hollenska landsliðinu.

Hann hefur verið einn eftirsóttasti leikmaðurinn á markaðnum síðustu mánuði en öll stærstu félög heims vildu fá hann í sínar raðir.

De Telegraaf greinir frá því í kvöld að De Jong sé búinn að komast að samkomulagi við PSG og að Ajax sé að klára viðræður við franska félagið.

Ajax mun fá 75 milljónir evra fyrir De Jong og verður hann því dýrasti leikmaðurinn sem er keyptur úr hollensku deildinni.



Athugasemdir
banner