Stjarnan tilkynnti í dag að Esther Rós Arnarsdóttir væri gengin í raðir félagsins. Esther er 26 ára framherji sem var í þrjú tímabil hjá FH eftirað hafa komið frá uppeldisfélaginu Breiðabliki.
Hún spilaði einungis einn leik á sínu fyrsta tímabili með FH, sumarið 2022 skoraði hún fimm mörk og á liðinni leiktíð skoraði hún þrjú mörk.
Hún spilaði einungis einn leik á sínu fyrsta tímabili með FH, sumarið 2022 skoraði hún fimm mörk og á liðinni leiktíð skoraði hún þrjú mörk.
Hún lék sína fyrstu meistaraflokksleiki sumarið 2012. Hún hefur leikið með Breiðabliki, Fjölni , ÍBV, HK/Víkingi og FH í meistaraflokki.
Hún lék á sínum tíma fimmtán mörk í 31 lei fyrir yngri landsliðin.
Komnar
Esther Rós Arnarsdóttir frá FH
Heiðdís Emma Sigurðardóttir frá Gindavík (var á láni)
Jóhanna Melkorka Þórsdóttir frá Fram (var á láni)
Mist Smáradóttir frá Grindavík (var á láni)
Thelma Lind Steinarsdóttir frá Fram (var á láni)
Farnar
Eyrún Vala Harðardóttir í Fram (var á láni hjá HK)
Samningslausar
Sædís Rún Heiðarsdóttir
Heiða Ragney Viðarsdóttir
Erin Mcleod
María Sól Jakobsdóttir
Ólína Ágústa Valdimarsdóttir
Sóley Guðmundsdóttir
Málfríður Erna Sigurðardóttir
Úr tilkynningu Stjörnunnar
Esther Rós er kröftugur framherji sem hefur spilað 116 leiki í tveimur efstu deildum Íslandsmótsins og skorað í þeim 32 mörk.
Esther hefur ásamt því spilað 31 leik með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim 15 mörk. Esther les leikinn vel sem nýtist hvort sem er í varnar eða sóknarleik og klárar marktækifæri sín af yfirvegun.
Við hlökkum til að sjá Esther Rós í fagurbláum Stjörnubúningnum á næsta leiktímabili og tökum vel á móti henni á Samsungvelli!
Athugasemdir