Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 07. janúar 2020 14:23
Elvar Geir Magnússon
Rodgers: Enginn á förum í janúar
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segir að það sé enginn leikmaður á förum frá félaginu í janúarglugganum.

Manchester United og fleiri félög hafa mikinn áhuga á James Maddison og Rodgers var spurður að því hvort leikmaðurinn yrði áfram í janúarglugganum.

„Já," svaraði Rodgers.

„Það eru ýmsar kjaftasögur og vangaveltur um okkar leikmenn í janúarglugganum en það er enginn á förum frá okkur í þessum mánuði. Við viljum bæta við hópinn ef mögulegt er. Það er engin pressa á okkur eða þörf á að selja."

„James er stórkostlegur leikmaður og hann verður hérna áfram. Það eru viðræður um nýjan samning við hann og það tekur sinn tíma."
Athugasemdir
banner
banner