Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 07. janúar 2021 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dyche vill að úrvalsdeildarleikmenn fái forgang í bólusetningar
Mynd: Getty Images
Í dag staðfesti Sean Dyche, stjóri Burnley, að það væru nokkur covid-tilvik í leikmannahópi félagsins.

Burnley mætir MK Dons í bikarnum um helgina og Manchester United eftir tæpa viku.

Sean Dyche segir þá að það sé skoðun sín að leikmenn í úrvalsdeildinni eigi að fá forgang í bólusetningar. „Mín skoðun, ég er ekki að segja að það sé skoðun sem allir eiga að vera sammála, er að bólusetningar eru rétta skrefið fyrir fótboltann," sagði Dyche.

„Ég get vel skilið það ef þetta vekur upp furðu hjá sumu fólki. En ef þú hugsar um það þá viljum við öll fá fótboltann aftur. Þar verður til mikil peningur í gegnum skatta og árangurinn sem hægt að ná í gegnum fótbolta. Stærsta dæmið er það sem Marcus Rashford hefur náð að afreka."

„Þú lítur á fjölda prófana sem leikmenn fara í í úrvalsdeildinni og peningurinn sem fer í það gæti farið í heilbrigðiskerfið og í bólusetningakerfið. Það hlýtur að vera betra en að prófa leikmenn tvisvar eða þrisvar í viku?"

„Sumir munu spyrja sig af hverju fótboltamenn ættu að fá bóluefnið en 20 félög með, segjum 100 manns bólusetta, upphæðirnar fyrir heilbrigðiskerfið yrðu talsvert miklar."

„Ef þú bólusetur þá þarftu ekki að halda úti prófunum og peningurinn getur verið nýttur í miklu betri málefni. Fótboltinn gæti haldið áfram og leikmenn myndu ekki missa af leikjum vegna veirunnar,"
sagði Dyche.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner