Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 07. febrúar 2020 22:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berglind Rós: Ég er mjög spennt fyrir sumrinu
Kvenaboltinn
Berglind Rós í leik með Fylki.
Berglind Rós í leik með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, var mjög sátt eftir að liðið tryggði sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í fyrsta sinn.

„Þetta er einstaklega sætt," sagði hún, en Valur hefur unnið Reykjavíkurmót kvenna frá árinu 2016. Fylkiskonur hafa nú rofið þá einokun.

Berglind segir að viljinn hafi skipt sköpum. „Við vildum þetta rosalega mikið. Að vinna Val er líka alltaf sætt. Þetta var mjög gott hjá okkur."

„Við erum að ná að spila mjög vel saman, við hvetjum hvor aðra áfram og liðsandinn er mjög góður. Ég er mjög spennt fyrir sumrinu," segir Berglind.

Aðspurð að því hvort leikmenn myndu eitthvað skemmta sér í kvöld sagði hún: „Við erum að fara að borða saman og svo er það að vakna snemma því við erum að fara á kvennnakvöld Fylkis. Við erum að fara að undirbúa það."

Viðtalið við hana má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner