Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   þri 07. febrúar 2023 18:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag ekki sammála stjórn Leeds - Trúir ekki á brottrekstur
Mynd: Getty Images

Manchester United fær Leeds í heimsókn á morgun en Michael Skubala, Paco Gallardo og Chris Armas munu stýra Leeds þar sem Jesse Marsch var látinn taka pokann sinn á dögunum.


Erik ten Hag stjóri Man Utd veit ekkert við hverju má búast af liði Leeds.

„Þegar Jesse Marsch var við stjórnvölinn var augljóst hvernig þeir spiluðu. Nú er möguleiki á því að þeir breyti til, líka möguleiki á því að þeir geri það ekki. Við munum komast að því á vellinum á morgun," sagði Ten Hag.

Man Utd hefur aðeins tapað einum af síðustu fimmtán leikjum sínum í öllum keppnum en það var gegn toppliði Arsenal. Síðasta tapið þar á undan kom gegn Aston VIlla í fyrsta leik Unai Emery.

„Munurinn á því er sá að Emery hafði viku eða jafnvel meira til að undirbúa sig. Þeir hafa ekki haft jafn mikinn tíma núna," sagði Ten Hag.

Honum fannst ekki rétt að láta Marsch fara.

„Það er alltaf leiðinlegt að sjá kollega vera rekinn, almennt þá trúi ég ekki á það, að ef þú rekur stjórann muntu fá betri úrslit. Leyfið stjórunum að vinna vinnuna sína, klára hana, skoðaðu svo málið vel. Auðvitað er pressa á stjórninni líka að taka ákvörðun en ef þú skoðar staðreyndir kemur í ljós að þetta virkar ekki í flestum tilvikum," sagði Ten Hag.


Athugasemdir
banner
banner