Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. mars 2021 14:30
Aksentije Milisic
Byrjunarliðin í Madrídar-slagnum: Felix bekkjaður - Benzema byrjar
Mynd: Getty Images
Klukkan 15:15 fer fram stórleikur á Spáni en það er grannaslagur af bestu gerð. Topplið deildarinnar, Atletico Madrid, fær þá Real Madrid í heimsókn.

Atletico er með fimm stigum meira heldur en Real og á leik til góða. Því er nokkuð ljóst að Zinedine Zidane og lærisveinar hans, verða að vinna leikinn í dag ef félagið ætli sér að eiga séns á þeim stóra.

Real vann sannfærandi sigur á Atletico fyrr á leiktíðinni. Byrjunarliðin fyrir þennan stórleik eru mætt í hús.

Diego Simeone, þjálfari Atletico, stillir upp þeim Luis Suarez og Angel Correa í tveggja manna framlínu. Joao Felix er bekkjaður hjá toppliðinu í dag.

Zinedine Zidane byrjar með Rodrygo, Karim Benzema og Marco Asensio sem fremstu menn.

Atletico Madrid: Oblak, Hermoso, Savic, Felipe, Trippier, Koke, Llorente, Lemar, Carrasco, Correa, Suarez.

Real Madrid: Courtois, Varane, Nacho, Kroos, Mendy, Benzema, Modric, Asensio, Casemiro, Lucas, Rodrygo.
Athugasemdir
banner
banner
banner