Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 07. mars 2021 19:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Luke Shaw er besti vinstri bakvörður landsins"
Luke Shaw er að eiga ansi gott tímabil með Manchester United.

Shaw er líklega að eiga sitt besta tímabil með United frá því hann kom frá Southampton fyrir um sjö árum síðan.

Hann átti mjög góðan leik gegn Manchester City í dag og skoraði hann síðara mark United í 0-2 sigri.

Robbie Savage, fyrrum landsliðsmaður Wales, hrósaði Shaw eftir leikinn.

„Luke Shaw var maður leiksins að mínu mati. Hann verður að vera í landsliðshópi Englands, hann verður að spila. Hann er besti vinstri bakvörður landsins, engin spurning," sagði Savage á BBC.
Athugasemdir
banner