sun 07. mars 2021 21:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Fínasti dagur í Baskalandi
Bilbao lagði Granada að velli.
Bilbao lagði Granada að velli.
Mynd: Getty Images
Þetta var góður dagur fyrir félög í Baskalandi í spænsku úrvalsdeildinni í dag, að minnsta kosti í tveimur síðustu leikjum dagsins í deildinni.

Athletic Bilbao hafði betur gegn Granada þar sem Alex Berenguer var hetja Bilbao með marki í uppbótartíma.

Bilbao er núna með jafnmörg stig og Granada í áttunda sæti deildarinnar. Granada er í tíunda sæti en Celta Vigo er einnig með 33 stig og er í níunda sæti.

Þá vann Real Sociedad 1-0 sigur á Levante á heimavelli. Mikel Merino skoraði eina mark leiksins á tíundu mínútu. Mikel Oyarzabal hefði getað tvöfaldað forystu Sociedad en hann klikkaði á vítapunktinum.

Real Sociedad er í fimmta sæti, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti. Levante situr í 11. sæti.

Athletic 2 - 1 Granada CF
1-0 Asier Villalibre ('3 )
1-0 Raul Garcia ('71 , Misnotað víti)
1-1 Jorge Molina ('78 )
2-1 Alex Berenguer ('90 )

Real Sociedad 1 - 0 Levante
1-0 Mikel Merino ('10 )
1-0 Mikel Oyarzabal ('22 , Misnotað víti)

Önnur úrslit í dag:
Spánn: Titilbaráttan enn opin eftir jafntefli í Madrídarslagnum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner