mið 07. apríl 2021 22:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu markið - „Þegar Mbappe hægir á sér þá er hættan mest"
Maður leiksins
Maður leiksins
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe skoraði tvö mörk fyrir, það fyrra snemma leiks og það seinna á 68. mínútu eftir snarpa sókn.

Markið var skoðað sérstaklega í Meistaradeildarkvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld. „Eins og þú talaðir um Jón Þór, þegar Mbappe hægir á sér þá er hættan mest," sagði Kjartan Atli Kjartansson, sem var þáttarstjórnandi.

„Þá ertu í vandræðum, Boateng hélt að hann væri kominn í stöðu en það er akkúrat þá sem Mbappe tekur og bætir aftur í og Boateng kominn á hælana," sagði Jón Þór Hauksson, sérfræðingur í þættinum.

„Já og hann tekur Neuer úr leik líka, það búast allir við skotinu í fjærhornið en hættir við og tekur skotið í nærhornið eftir að hafa tekið Boateng og Neuer úr leik," sagði Reynir Leósson, einnig sérfræðingur í þættinum.

„Að hafa þetta hugarflug, á þessum hraða eftir að hafa hlaupið þetta mikið. Hann er bara að reyna búa til pláss og sér glufuna opnast," sagði Kjartan Atli.

„Það er eins og það hægist á leiknum hjá þessum bestu, þeir sjá réttu leiðirnar og lausnirnar," sagði Reynir.

Markið má sjá með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner