Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   þri 07. maí 2019 21:30
Arnar Daði Arnarsson
Edda María: Wow fór á hausinn
Kvenaboltinn
Edda María í leik með Aftureldingu sumarið 2014.
Edda María í leik með Aftureldingu sumarið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Edda María Birgisdóttir lék allan leikinn í 1-0 sigri Stjörnunnar á HK/Víkingi í 2. umferð Pepsi Max-deildar kvenna.

Þetta var fyrsti leikur Eddu í Stjörnubúningnum síðan sumarið 2014.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  0 HK/Víkingur

„Wow fór á hausinn og ég var því ekki skuldbundin þeim lengur þannig ég ákvað að koma hingað. Hér er nýr þjálfari og ný tækifæri og ég fékk að sanna mig eins og ég er," sagði Edda María spurð af því, afhverju hún væri byrjuð aftur.

„Það var búið að vera spyrja mig afhverju ég væri ekki að spila og afhverju kemur þú ekki í Stjörnuna. Síðan setti Eva ljósmyndari mynd á Instagram og það kveikti í mér. Ég vildi vera hluti af liði og vinna. Ég er mjög ánægð með að vera komin til baka," sagði Edda sem var ánægð með leikinn í kvöld.

„Ég held að ég hafi staðið mig þokkalega vel. Ég kem með reynsluna og talandann sem ég held að hafi skilað sér mjög vel."

Edda María er aldursforsetinn í liði Stjörnunnar.

„Mér líður ekkert eins og ég sé þrítug. Ég er í toppstandi, aldurinn heldur áfram að telja en formið heldur sér þrátt fyrir að maður sé orðin gamall. Þetta er geggjuð tilfinning og fá að koma með reynslu og kenna þessum ungu. Maður man eftir þessu sjálfur þegar maður var ungur og var að læra af þessum eldri," sagði Edda María að lokum.
Athugasemdir
banner