banner
   fös 07. maí 2021 19:07
Brynjar Ingi Erluson
Danmörk: Aron Elís spilaði í góðum sigri á Álaborg
Aron Elís Þrándarson í leik með OB
Aron Elís Þrándarson í leik með OB
Mynd: Getty Images
Danska liðið OB fagnaði góðum 1-0 sigri á Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði OB en hans menn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Hann fór af velli á 77.mínútu leiksins en í uppbótartíma síðari hálfleiks virtist Tim Prica jafnaði metin fyrir gestina. Markið var dæmt af eftir að atvikið var skoðað betur en Prica var með fótinn rétt fyrir innan og mátti það ekki tæpara standa.

OB fær því stigin þrjú og er í þriðja sæti fallriðilsins með 36 stig, þremur stigum á eftir Álaborg sem er í efsta sætinu.

Sveinn Aron Guðjohnsen var á bekknum hjá OB en kom þó ekki við sögu.

Athugasemdir
banner
banner