Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 07. maí 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær loksins í úrslit - Einn góður hálfleikur dugði
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær er kominn í úrslitaleik sem stjóri Manchester United. United tapaði 3-2 gegn Roma í gærkvöldi en vann fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar 6-2 og fer því áfram eftir 8-5 samanlagðan sigur.

Þetta var í fimmta sinn sem Solskjær kom United í undanúrslit í bikarkeppni en í fyrsta sinn sem liðinu tekst að komast í úrslit. Solskjær, sem vann Meistaradeildina sem leikmaður félagsins, tók við af Jose Mourinho árið 2018 sem stjóri félagsins.

Stórleikur David de Gea í gærkvöldi hjálpaði United að komast áfram sem og tvö mörk frá Edinson Cavani.

„Það er góð tilfinning að vera kominn í úrslit," sagði Solskjær eftir leik.

„Við spiluðum einn góðan hálfleik á Old Trafford og hann kom okkur áfram. Ég er vonsvikinn að við töpuðum leiknum í kvöld."

„Þetta var skrítinn leikur. Við vorum að gefa boltann ódýrt frá okkur en sem betur fer þá erum við með einn besta markvörð í heimi. Við erum komnir í úrslit og erum spenntir fyrir 26. maí."


United mætir Villarreal í úrslitaleiknum í Gdansk í Póllandi þann 26. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner