Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 07. maí 2022 14:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Atletico ætlar ekki að standa heiðursvörð - Ancelotti virðir það
Mynd: Getty Images

Það er hörku grannaslagur í spænsku deildinni á morgun þegar Atletico Madrid fær Real Madrid í heimsókn.


Real hefur þegar tryggt sér titilinn en Atletico er í hörku baráttu um Meistaradeildarsæti.

Liðið er í 4. sæti þegar fjórar umferðir eru eftir og er þremur stigum á undan Real Betis.

Það er venjan að mótherjarnir standi heiðursvörð fyrir meistarana þegar liðið gengur inná völlinn fyrir leiki til loka tímabilsins á Spáni. Atletico sendi frá sér yfirlýsingu þar sem liðið sagðist ekki ætla að gera það. 

Carlo Ancelotti stjóri Real Madrid virðir ákvörðunina.

„Ég er ekki vanur þessu því við sjáum þetta ekki á Ítalíu. Ef þeir gera það, frábært, ef ekki þá virði ég samt félagið. Ég ber fulla virðingu til Atletico Madrid."


Athugasemdir
banner
banner
banner