Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. maí 2022 12:26
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vill að Liverpool kaupi Rice frá West Ham
Mynd: EPA

Enski miðjumaðurinn Declan Rice leikmaður West Ham verður væntanlega eftirsóttur í sumar. Hann hefur verið meðal annars verið orðaður við Manchester United.


Danny Murphy fyrrverandi leikmaður Liverpool myndi vilja að Rice myndi taka við af Jordan Henderson í liði Liverpool.

„Ef maður er að leita af eftirmanni Jordan Henderson þá þarf einhvern sem gæti verið þarna næstu tíu árin. Rice er ótrúlegur íþróttamaður, hann getur hlaupið yfir allan völlinn og hann stýrir öðrum í kringum sig."

„Hann þarf ekki að spila varnarsinnað hlutverk en hann gæti það ef Fabinho myndi meiðast. Ég held að hann yrði frábær 'átta' í betra liði. Hann gæti farið meira fram og skorað mörk sem hann hefur sýnt."

Liverpool er þekkt fyrir að eyða ekki himinháum fjárhæðum í leikmenn en Murphy segir að Rice sé hverrar krónu virði.

„Ég veit að hann er mjög dýr og Liverpool mun ekki borga fyrir hann en ef þú spyrð mig sem stuðningsmann og sérfræðing, ef Liverpool kaupir bara Declan Rice yrðu það stórkostleg kaup en eins og ég sagði er það ólíklegt."


Athugasemdir
banner
banner
banner