Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 07. júlí 2019 19:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
CONMEBOL svarar Messi eftir ásakanir hans um spillingu
Mynd: Getty Images
Lionel Messi var ekki ánægður eftir síðasta leik Argentínu í Copa America. Argentína vann Síle í bronsleiknum en Messi var rekinn af velli í fyrri hálfleik fyrir litlar sakir.

Hann neitaði að taka við verðlaunpeningnum eftir leikinn og ásakaði CONMEBOL, knattspyrnusamband Suður-Ameríku, um spillingu.

„Ég tók ekki við verðlaunapeningnum því við viljum ekki taka þátt í þessari spillingu. Þeir vildu ekki að við færum í úrslitaleikinn, það var allt gert til að koma Brasilíu í úrslitin," sagði Messi.

CONMEBOL sendi frá sér yfirlýsingu eftir ummæli Messi.

„Það er mikilvægt í sanngjörnum leik að samþykkja úrslit með hollustu og virðingu," segir meðal annars í yfirlýsingunni og einnig kemur fram að þessar ásakanir stangist á við raunveruleikann.

„Þessar ásakanir tákna skort á virðingu fyrir keppninni, leikmönnum sem taka þátt og starfsmönnum CONMEBOL."

Úrslitaleikurinn í keppninni hefst klukkan 20:00. Smelltu hér til að sjá byrjunarliðin.

Sjá einnig:
Messi neitaði að taka við verðlaunapeningnum
Athugasemdir
banner
banner