Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 07. júlí 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Atvikið sem gerði þjálfara FH brjálaðan
Úr leiknum í gærkvöldi.
Úr leiknum í gærkvöldi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þróttur R. lagði FH 2-1 í hörkuleik í Pepsi Max-deild kvenna á Kaplakrikavelli í gærkvöldi.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk Guðni Eiríksson, þjálfari FH, að líta rauða spjaldið eftir kröftug mótmæli. Guðni var afar ósáttur við að fá ekki vítaspyrnu.

Birta Georgsdóttir slapp þá í gegn og Friðrika Arnardóttir, markvörður Þróttar, kom á móti henni.

Birta reyndi að fara framhjá Friðriku og féll eftir baráttu þeirra. FH vildi víti en Friðrika í markinu virtist hins vegar vera á undan í boltann eins og sjá má hér að neðan.

Guðmundur Páll Friðbertsson, dómari leiksins, mat atvikið þannig að Friðrika hafi náð boltanum og dæmdi ekkert.

Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner