Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 07. júlí 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Íslensk dómarateymi í Sambandsdeildinni í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það eru tvö íslensk dómarateymi sem munu dæma í leikjum kvöldsins í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.


Helgi Mikael Jónasson dæmir fyrri leik kvöldsins þar sem FCB Magpies tekur á móti Crusaders FC í Gíbraltar. Honum til aðstoðar verða þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Kristján Már Ólafs. Fjórði dómari verður Jóhann Ingi Jónsson.

Sá leikur hefst klukkan 16:00 á íslenskum tíma en 18:00 að staðartíma.

Crusaders koma frá Norður-Írlandi og eru liðin að mætast í fyrri leik viðureignarinnar.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir seinni leik kvöldsins og verða Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson aðstoðardómarar með Ívar Orra Kristjánsson sem fjórða dómara.

Leikurinn verður spilaður á Norður-Írlandi þannig tvö af þremur norður-írsku liðunum fá íslensk dómarateymi. Þess má geta að þó Derry sé á Norður-Írlandi þá leikur liðið í írsku deildinni og er eina norður-írska liðið til að gera það.

Derry tekur á móti Riga FC frá Lettlandi, fyrrum félagi Axel Óskars Andréssonar, og hefst leikurinn klukkan 18:45 á íslenskum tíma, sem er 19:45 að staðartíma. 

Helgi Mikael og Vilhjálmur Alvar eru meðal okkar reyndustu dómara og hafa dæmt þónokkra alþjóðlega leiki hjá félagsliðum og landsliðum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner