Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
banner
   þri 07. ágúst 2018 21:59
Egill Sigfússon
Alexander Helgi: Ejub skólinn er geggjaður!
Alexander skoraði sigurmarkið í kvöld
Alexander skoraði sigurmarkið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik vann KR 1-0 í 15. umferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í kvöld og er komið í efsta sæti deildarinnar.

Alexander Helgi Sigurðarson leikmaður Breiðabliks skoraði sigurmarkið í kvöld eftir aðeins 5 mínútur í Breiðablikstreyjunni.

Alexander sagði eftir leik að skilaboðin frá þjálfurunum hafi einfaldlega verið að skjóta á markið sem hann svo gerði.

„Þetta var bara gaman, gott comeback hjá mér og sýna hvað ég get. Þjálfarnir sögðu mér bara að skjóta og ég gerði það og það endaði svona."

Alexander var á láni hjá Víkingi Ólafsvík undir stjórn Ejub Purisevic og segir hann að Ejub sé frábær þjálfari sem hann er mjög þakklátur.

„Það var geggjaður skóli, hann kenndi mér þvílíkt mikið og ég á mikið inni hjá honum. Það hjálpaði mér mikið eftir að hafa verið mikið meiddur og ég þurfti spiltíma og ákvað að fara til hans."

Ungir leikmenn eru sjaldan að fara mikið út á land en Alexander sagðist hiklaust mæla með því og þá sérstaklega til Ejub sem hann telur frábæran þjálfara.

„Nei, ég mæli hiklaust með að kíkja út á land og sérstaklega til Ejubs, hann getur kennt þér þvílíkt mikið og ég græddi mjög mikið á að hafa farið til hans."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner