Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 07. ágúst 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Rennes reynir að fá Tomori á láni frá Chelsea
Franska félagið Rennes er að reyna að fá Fikayo Tomori á láni frá Chelsea en The Athletic greinir frá þessu.

Hinn 22 ára gamli Tomori kom öflugur inn í lið Chelsea fyrri hlutann á síðasta tímabili.

Eftir áramót spiaði Tomori einungis 244 mínútur en hann var mikið meiddur og datt neðar í röðinni hjá Frank Lampard.

Chelsea vill bæta við miðverði í sumar en Declan Rice, leikmaður West Ham, er sagður efstur á óskalistanum. Jose Gimenez (Atletico Madrid), Lewis Dunk (Brighton) og James Tarkowski (Burnley) hafa einnig verið orðaðir við félagið.

Rennes, sem endaði í 3. sæti í Frakklandi á síðasta tímabili, vonast til að hægt verði að fá Tomori á láni en líklegt er að fleiri félög blandi sér í baráttuna ef leikmaðurinn fær grænt ljós á að fara.
Athugasemdir
banner