Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 07. ágúst 2022 18:31
Brynjar Ingi Erluson
Haaland: Hefðum getað skorað fleiri mörk
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Erling Braut Haaland, framherji Manchester City, telur að liðið hafi átt að skora fleiri mörk gegn West Ham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag en leiknum lauk með 2-0 sigri City og gerði Haalnd bæði mörkin.

Fyrra mark Haaland kom úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur seint í fyrri hálfleik áður en hann bætti við öðru eftir laglega sendingu frá Kevin de Bruyne.

Þetta var fyrsti deildarleikur Haaland fyrir Man City en hann kom til félagsins frá Borussia Dortmund í sumar.

„Þetta var gott. Það var góð byrjun og það er ekkert mikið meira hægt að segja um það annað en að við unnum 2-0. Það er gott að fá mínútur í lappirnar svona snemma á tímabilinu og við verðum að halda áfram."

„Við sáum hvað við erum færir um að gera í leiknum gegn Bayern en svo var þetta frekar slakt gegn Liverpool. Þetta kemur með hverjum leiknum en við hefðum átt að skora fleiri í dag."

„Já, ég hefði átt að ná fyrirgjöf Gündogan. Þetta snýst allt um tengingar og við vinnum í því á hverjum degi á æfingasvæðinu en þetta verður betra og mun koma með tímanum,"
sagði Haaland.

Alf-Inge Haaland, faðir Erling, var í stúkunni en hann spilaði með City frá 2000 til 2003 og var þetta því stórt augnablik fyrir fjölskylduna.

„Það var hægt að fagna þessu þannig ég er ánægður. Það var gaman að pabbi gat séð bæði mörkin þar sem þetta er stórt augnablik fyrir mig sem nýliði í deildinni. Það eru líka einhverjar 30 mínútur síðan ég skoraði síðasta mark mitt þannig ég verð að halda áfram," sagði Haaland í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner