Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 07. ágúst 2022 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Rúnar finnur blönduna: Við vitum stundum alveg hvað við erum að gera
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann góðan sigur í dag.
KR vann góðan sigur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þú ert alltaf mjög ánægður þegar þú skorar fjögur mörk og heldur hreinu," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-0 sigur á ÍBV í Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 ÍBV

Þetta er annar heimaleikurinnn sem KR vinnur í sumar og núna eru þeir búnir að vinna tvo leiki í röð. Það er allt á uppleið í Vesturbænum eftir frekar erfitt sumar.

„Við fögnum þessu í dag. Framlagið er búið að vera frábært í undanförnum leikjum og við verðum að halda því áfram. Við getum spilað örlítið betur. Þegar leið á leikinn þá náðum við betri spilköflum."

Eyjamenn voru ekki ömurlegir í þessum leik og fengu stöður til að gera meira en þeir gerðu.

„Þeir eru ofboðslega sprækir, hlaupa á eftir öllum boltum, vinna seinni bolta og keyra með liðið sitt upp. Svo pressa þeir hátt þegar þeir tapa boltanum. Við áttum í mesta basli með að spila út í fyrri hálfleik. Maður var aldrei rólegur þó staðan hafi verið 2-0 í hálfleik, ég var ekki enn rólegur í 3-0. Þegar korter var eftir þá var þetta farið að hallast meira til okkar."

Atli Sigurjónsson, þvílík frammistaða.

„Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur í mörg ár. Ég vildi óska þess að hann myndi skora oftar, en hann kemur sér alltaf í góðar stöður, er alltaf hættulegur einn á einn og er ógnandi. Það er gaman að hann skori loksins þrjú mörk," sagði Rúnar.

Það er bullandi stemning í Frostaskjólinu eftir tvo sigurleiki í röð. „Þetta snýst um að vinna fótboltaleiki og þá eru allir glaðir. Ef þú lendir í hrinu leikja þar sem þú nærð ekki sigra eins og við höfum lent í, þá er eðlilegt að fólk sé ósátt og óánægt. Við nýttum Evrópuvikurnar okkar vel, við skipulögðum góða liðsheild í kringum þá leiki og erum búnir að vinna út frá því. Við erum búnir að finna blöndu af liði sem er tilbúið að hlaupa og berjast og hafa fyrir hlutunum. Þú þarft það og við þurftum það í dag því Eyjamennirnir eru grjótharðir og fara á fullum krafti í allt."

Það hefur nokkuð mikið verið talað um innkaupastefnu KR og að leikmennirnir sem þeir eru að fá inn séu ekki nægilega góðir, en þessir leikmenn spiluðu vel í dag.

„Við vitum stundum alveg hvað við erum að gera þegar við erum að sækja leikmenn. Öll leikmannakaup heppnast ekki alltaf, en við erum með stráka sem hafa aldur, getu og vilja. Við getum hjálpað þeim að verða betri. Þeir hafa fengið fleiri mínútur en þeir héldu og við áttum von á, en þetta er geggjað."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan en þar fer Rúnar um víðan völl á átta og hálfri mínútu.
Athugasemdir
banner