Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
banner
   sun 07. ágúst 2022 20:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaravöllum
Rúnar finnur blönduna: Við vitum stundum alveg hvað við erum að gera
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR vann góðan sigur í dag.
KR vann góðan sigur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þú ert alltaf mjög ánægður þegar þú skorar fjögur mörk og heldur hreinu," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 4-0 sigur á ÍBV í Bestu deildinni.

Lestu um leikinn: KR 4 -  0 ÍBV

Þetta er annar heimaleikurinnn sem KR vinnur í sumar og núna eru þeir búnir að vinna tvo leiki í röð. Það er allt á uppleið í Vesturbænum eftir frekar erfitt sumar.

„Við fögnum þessu í dag. Framlagið er búið að vera frábært í undanförnum leikjum og við verðum að halda því áfram. Við getum spilað örlítið betur. Þegar leið á leikinn þá náðum við betri spilköflum."

Eyjamenn voru ekki ömurlegir í þessum leik og fengu stöður til að gera meira en þeir gerðu.

„Þeir eru ofboðslega sprækir, hlaupa á eftir öllum boltum, vinna seinni bolta og keyra með liðið sitt upp. Svo pressa þeir hátt þegar þeir tapa boltanum. Við áttum í mesta basli með að spila út í fyrri hálfleik. Maður var aldrei rólegur þó staðan hafi verið 2-0 í hálfleik, ég var ekki enn rólegur í 3-0. Þegar korter var eftir þá var þetta farið að hallast meira til okkar."

Atli Sigurjónsson, þvílík frammistaða.

„Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur í mörg ár. Ég vildi óska þess að hann myndi skora oftar, en hann kemur sér alltaf í góðar stöður, er alltaf hættulegur einn á einn og er ógnandi. Það er gaman að hann skori loksins þrjú mörk," sagði Rúnar.

Það er bullandi stemning í Frostaskjólinu eftir tvo sigurleiki í röð. „Þetta snýst um að vinna fótboltaleiki og þá eru allir glaðir. Ef þú lendir í hrinu leikja þar sem þú nærð ekki sigra eins og við höfum lent í, þá er eðlilegt að fólk sé ósátt og óánægt. Við nýttum Evrópuvikurnar okkar vel, við skipulögðum góða liðsheild í kringum þá leiki og erum búnir að vinna út frá því. Við erum búnir að finna blöndu af liði sem er tilbúið að hlaupa og berjast og hafa fyrir hlutunum. Þú þarft það og við þurftum það í dag því Eyjamennirnir eru grjótharðir og fara á fullum krafti í allt."

Það hefur nokkuð mikið verið talað um innkaupastefnu KR og að leikmennirnir sem þeir eru að fá inn séu ekki nægilega góðir, en þessir leikmenn spiluðu vel í dag.

„Við vitum stundum alveg hvað við erum að gera þegar við erum að sækja leikmenn. Öll leikmannakaup heppnast ekki alltaf, en við erum með stráka sem hafa aldur, getu og vilja. Við getum hjálpað þeim að verða betri. Þeir hafa fengið fleiri mínútur en þeir héldu og við áttum von á, en þetta er geggjað."

Allt viðtalið er í spilaranum hér að ofan en þar fer Rúnar um víðan völl á átta og hálfri mínútu.
Athugasemdir
banner
banner