Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mið 07. ágúst 2024 16:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hafa ekki rætt við Damir - „Bara einhverjar podcast sögur"
Damir Muminovic.
Damir Muminovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, var orðaður við Íslands- og bikarmeistara Víkings í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið fyrr í dag. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir hins vegar ekkert til í þessum sögum.

Damir er 34 ára miðvörður sem hefur með frammistöðu sinni á síðustu árum með Breiðabliki náð að spila sex landsleiki fyrir Ísland. Hann hefur verið hjá Blikum frá 2014 en rennur út á samningi eftir yfirstandandi leiktíð.

„Ég er að heyra það að Damir sé með samningstilboð á borðinu úr Fossvoginum," sagði Albert Brynjar Ingason í þættinum.

Þjálfari Víkinga var spurður út í þessar sögur í viðtali við Fótbolta.net fyrr í dag.

„Nei, við höfum ekkert talað við hann. Þetta eru bara einhverjar podcast sögur," sagði Arnar fyrr í dag.

Það verður samt sem áður fróðlegt að sjá hvað gerist með Damir, hvort hann verði áfram í Breiðabliki eða fari annað. Hann var mjög opinn fyrr í sumar um að hann hefði ekki fengið samningstilboð frá Blikum og sagði þá að hann vissi ekki eftir hverju félagið væri að bíða.

„Ég hef alltaf sagt að ég vilji vera hér áfram, klára ferilinn hér. Miðað við frammistöðu mína og hvernig mér líður í skrokknum, þá veit ég ekki alveg eftir hverju klúbburinn er að bíða," sagði Damir við Fótbolta.net fyrir tveimur mánuðum síðan.
Arnar Gunnlaugs: Með brostið hjarta þegar maður fékk þessi tíðindi
Athugasemdir
banner
banner
banner