Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   lau 13. apríl 2024 16:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Damir um risatilboð frá Malasíu: Kemur þér ekkert við
'Hann er ekkert eðlilega glaður inn í klefa að hafa fengið tíu mínútur hérna'
'Hann er ekkert eðlilega glaður inn í klefa að hafa fengið tíu mínútur hérna'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hausinn minn var alls ekki kominn þangað þó að það hefði alveg verið spennandi að prófa að fara þangað.
Hausinn minn var alls ekki kominn þangað þó að það hefði alveg verið spennandi að prófa að fara þangað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búinn að sýna það á æfingum hjá okkur að hann á skilið að spila
Búinn að sýna það á æfingum hjá okkur að hann á skilið að spila
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir/Stein Jøran Sanden
„Mér fannst þetta fagmannleg frammistaða í dag, vorum helvíti hægir í byrjun og fannst við geta gert þetta betur í fyrri hálfleik en við komum grimmir út í seinni hálfleik og kláruðum leikinn," sagði Damir Muminovic, varnarmaður Breiðabliks, eftir sigur gegn Vestra í dag.

Staðan í hálfleik var jöfn en Breiðablik skoraði svo fjögur mörk í seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Vestri

Benedikt Warén, fyrrum leikmaður Breiðabliks, var kannski sá líklegasti hjá Vestra til að skapa eitthvað fram á við. „Benó er frábær leikmaður og við vissum það fyrir leikinn. Hann er ungur og er búinn að spila fullorðinsfótbolta lengi. Það var komið að því að hann springi út líka."

Blikar voru ekki pirraðir í hálfleik „en við vorum sammála um að við ættum inni 2-3 gíra í viðbót og ákváðum að gefa í byrjun seinni hálfleiks og náum að skora."

Kom það Damir á óvart hversu náðugt Blikarnir höfðu það aftast á vellinum, hversu lítil ógn Vestra var?

„Nei, það kemur mér ekki á óvart. Við erum búnir að vinna í þessum hlutum og við ætlum að spila góða vörn í sumar miðað við hvernig þetta var árið áður."

Ekkert eðlilega glaður inni í klefa
Patrik Johannesen sneri aftur á völlinn eftir krossbandsslit. „Það var geggjað, hann er búinn að bíða eftir þessu tækifæri lengi núna og hann er ekkert eðlilega glaður inn í klefa að hafa fengið tíu mínútur hérna," sagði Damir sem hótaði að segja eitthvað meira um Patrik en hætti við.

Búinn að sýna að hann á skilið að spila
Dagur Fjeldsted skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í leiknum. „Þessi gæi er geggjaður, ekkert eðlilega góður, ungur og efnilegur og er búinn að sýna það á æfingum hjá okkur að hann á skilið að spila."

Fékk tilboð frá Malasíu
Fyrir leik var fjallað um Damir hefði farið til Serbíu í aðdraganda leiksins.

„Það var aldrei spurning um að ég myndi spila. Ég fór út á þriðjudaginn, fór að jarða ömmu mína og kom heim í fyrradag."

Í hlaðvarpsþættinum Gula spjaldið í gær fjallaði Albert Brynjar Ingason um áhuga frá Malasíu á Damir. Albert sagði að Damir hefði fengið tilboð þaðan.

„Ég get alveg verið hreinskilinn og það er eitthvað til í þessu, en þetta er ekki að fara gerast. Hausinn minn var alls ekki kominn þangað þó að það hefði alveg verið spennandi að prófa að fara þangað. Það var alveg peningur í boði."

Albert sagði að Damir gæti fengið um 30 milljónir fyrir tíu mánaða samning. Eru það réttar tölur?

„Það kemur þér bara ekkert við," sagði Damir léttur að lokum.
Athugasemdir
banner