banner
   lau 07. september 2019 17:47
Kristófer Jónsson
Sjáðu markið: Jón Daði skoraði fyrsta landsliðsmarkið í þrjú ár
Icelandair
Jón Daði skorar sitt fyrsta landsliðsmark í þrjú ár.
Jón Daði skorar sitt fyrsta landsliðsmark í þrjú ár.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þessa stundina stendur yfir leikur Íslands og Moldóvu á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópumótsins 2020. Ísland leiddi leikinn 1-0 í hálfleik og bættu svo við öðru marki snemma í þeimm síðari. Á 77.mínútu þrefaldaði svo Ísland forystuna með marki frá Jóni Daða Böðvarssyni.

Þetta er þriðja landsliðsmark Jóns Daða og hans fyrsta síðan að hann skoraði gegn Austurríki á EM 2016. Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrsta mark Íslands en hans síðasta landsliðsmark í mótsleik kom einnig á EM 2016.

„MAAAAAAAAAARK! 3-0=Dagskrárlok á Laugardalsvelli! Frábært spil íslenska liðsins. Ari Freyr með fasta fyrirgjöf inná teig gestanna og boltinn fer í varnarmann Moldóva, þaðan í Jón Daða og svo í netið. Ekki flottasta mark Jóns á ferlinum en hvað með það? " sagði Arnar Helgi Magnússon, textalýsir Fótbolta.net, um markið.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu.

Myndband af markinu má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner