Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   lau 07. september 2019 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Trippier verður í byrjunarliði Englands
Mynd: Getty Images
Kieran Trippier skipti yfir til Atletico Madrid í sumar eftir fjögur ár hjá Tottenham. Hann er hægri bakvörður og verður 29 ára síðar í mánuðinum.

Trippier var byrjunarliðsmaður hjá Tottenham og enska landsliðinu en missti sæti sitt í báðum liðum síðasta vor og var ekki í landsliðshópi Englendinga í Þjóðadeildinni í sumar.

Hann hefur þó byrjað mjög vel með Atletico er kominn í besta form lífs sins. Atletico er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki og spilaði Trippier allar mínúturnar.

Gareth Southgate valdi hann í landsliðshópinn sem mætir Búlgaríu og Kosóvó í landsleikjahlénu. Daily Mail hefur eftir heimildarmönnum sínum hjá enska landsliðinu að Trippier muni fá byrjunarliðssæti framyfir Aaron Wan-Bissaka og Trent Alexander-Arnold. Kyle Walker er ekki í hóp.

England mætir Búlgaríu í dag og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 15:50.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner