Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 07. október 2019 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bayern pirrað á valinu á Lucas Hernandez
Bayern segir hann meiddan en hann er samt valinn
Mynd: Getty Images
Bayern Munchen gagnrýnir valið á Lucas Hernandez en bakvörðurinn var valinn í landsliðshópinn hjá franska landsliðinu.

Þýsku meistararnir segja hann meiddann en Frakkar vilja meta stöðuna sjálfir. Lucas Hernandez á a mæta til læknis í París og þar verður staðan metinn.

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður þýsku meistaranna, er pirraður á hegðun franska knattspyrnusambandsins. Leikmaðurinn sé að eiga við hnémeiðsli og eigi ekki að vera vainn. Miðað við það þá verður að teljast ólíklegt að Hernandez leiki með Frökkum gegn Íslandi á föstudag.

Bayern hótaði í síðasta mánuði að sniðganga þýska landsliðið ef Manuel Neuer yrði tekinn út fyrir Marc-Andre ter Stegen í þýska liðinu.

Sjá einnig: Hótar að hleypa leikmönnum Bayern ekki í landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner