mið 07. október 2020 10:36
Elvar Geir Magnússon
Pétur Viðarsson í banni gegn KA
Pétur Viðarsson.
Pétur Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd KSÍ kom saman í gær, eins og venjan er á þriðjudögum. Þar voru fjölmargir leikmenn úrskurðaðir í bann. Nú er landsleikjahlé en heil umferð á að vera leikin í Pepsi Max-deild karla fimmtudaginn 15. október.

Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, verður í banni vegna uppsafnaðra áminninga þegar Hafnarfjarðarliðið heimsækir KA.

Hans Viktor Guðmundsson, fyrirliði botnlið Fjölnis, verður í banni þegar Fjölnir fær KR í heimsókn. Samherji hans, Grétar Snær Gunnarsson, tekur einnig út leikbann í þeim leik.

Ólafur Örn Eyjólfsson í HK verður í banni í Kópavogsslagnum gegn Breiðabliki og Ísak Snær Þorvaldsson tekur út bann hjá ÍA þegar liðið mætir Stjörnunni. Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Stjörnunnar, verður einnig í banni í þeim leik eftir rautt spjald í síðasta leik.

Næst síðasta umferð Lengjudeildarinnar verður leikin á laugardaginn.

Ingimundur Aron Guðnason tekur út leikbann hjá Keflavík sem mætir Fram í stórleik. Oddur Ingi Bjarnason í Grindavík verður í banni í leik gegn Leikni í Breiðholtinu.

David Fernandez og Unnar Ari Hansson verða í banni hjá Leikni Fáskrúðsfirði sem mætir ÍBV. Fáskrúðsfirðingar eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Felix Örn Friðriksson tekur út leikbann hjá Eyjamönnum.

Þróttarar eru einnig í harðri fallbaráttu. Spænski framherjinn Esaú Rojo verður í banni í leik gegn Aftureldingu. Gunnlaugur Hlynur Birgisson verður einnig í banni. Oskar Wasilewski hjá Aftureldingu er á leið í tveggja leikja bann.

Vignir Snær Stefánsson tekur út bann þegar Víkingur Ólafsvík fær Þór í heimsókn en þrír Þórsarar verða í banni í þeim leik: Hermann Helgi Rúnarsson, Sigurður Marinó Kristjánsson og Sveinn Elías Jónsson.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner