Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 07. desember 2022 11:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir til rannsóknar í tengslum við innbrotið á heimili Sterling
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við innbrot í Surrey á Englandi í gær en verið að rannsaka það hvort tengsl séu á milli þess og ráns sem var framið á heimili enska landslliðsmannsins Raheem Sterling á dögunum.

Sterling flaug heim frá Katar fyrir leik Englendinga við Senegal í 16-liða úrslitum HM á sunnudaginn eftir að innbrotsþjófar réðust inn á heimili hans.

Paige Milian, unnusta Sterling, var heima með ung börn en uppgötvaði ekki að brotist hefði verið inn fyrr en hún tók eftir að búið var að ræna rándýrum úrum og skartgripum.

Rannsókn stendur enn yfir á málinu en tveir sitja núna í varðhaldi eftir grunað rán í gær. Verið er að rannsaka hvort þeir menn tengist ráninu sem var framið á heimili Sterling.

Óvíst er hvort Sterling verði með Englandi gegn Frakklandi í átta-liða úrslitunum á HM á laugardagskvöld. Hann hefur gefið það út að hann fari ekki aftur til Katar nema fjölskylda hans sé 100 prósent örugg.
Athugasemdir
banner
banner
banner