Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   fim 07. desember 2023 22:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Howe: Margir frábærir leikmenn ekki til taks
Mynd: EPA

Eddie Howe var að vonum mjög svekktur eftir 3-0 tap Newcastle gegn Everton í kvöld.


Kieran Trippier gerðist sekur um slæm mistök í aðdraganda fyrsta marksins sem Dwight McNeil skoraði en Howe vildi ekki ræða það og sagði að liðið hafi spilað illa sem heild.

„Við verðum að gera betur. Það eru ástæður á bakvið hverja einustu frammistöðu, við höfum átt erfitt með að skipta leikmönnum í leikjum til að vera með leikmenn fram á við sem okkur finnst við þurfa til að breyta leiknum. Það er ekki til staðar og við söknum þess," sagði Howe.

„Það eru margir frábærir leikmenn sem eru ekki til taks, það er hægt að vera með þetta svona í styttri tíma en eftir því sem líður á verður þetta erfiðara en ég vil ekki segja að það sé ómögulegt."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner