Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   fim 07. desember 2023 22:47
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tottenham oftast misst niður forystu á tímabilinu
Mynd: EPA

Tottenham tapaði gegn West Ham í úrvalsdeildinni í kvöld eftir að Cristian Romero kom liðinu yfir snemma leiks.


Jarrod Bowen jafnaði metin snemma í síðari hálfleik eftir að skot Mohammed Kudus fór af tveimur varnarmönnum Tottenham og boltinn barst til Bowen sem skoraði af miklu öryggi.

James Ward-Prowse tryggði liðinu síðan sigur eftir að hafa unnið boltann eftir slæma sendingu frá Destiny Udogie á Guglielmo Vicario markvörð Tottenham.

Tottenham hefur nú ekki unnið í fimm síðustu leikjum. Liðið hefur glutrað niður forystu oftar en öll önnur lið í deildinni og tapað þar með 16 stigum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner