Naby Keita, leikmaður Werder Bremen, er á leið til Ungverjalands en þýski miðillinn BILD greinir frá þessu.
Keita hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá þýska félaginu eftir að hann gekk til liðs við það frá Liverpool á frjálsri sölu í fyrra.
Hann hefur aðeins komið við sögu í fimm leikjum en hann var dæmdur í bann hjá félaginu eftir að hann neitaði að ferðast með liðinu í leik gegn Leverkusen í apríl á þessu ári þar sem hann var ekki í byrjunarliðinu.
Þessi 29 ára gamli miðjumaður er í viðræðum við ungverska liðið Ferencvaros en félagið vill fá hann á láni í eitt ár. Samningur hans við Werder Bremen rennur út sumarið 2026.
Athugasemdir