Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   lau 07. desember 2024 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Stærsta nafnið í þessu starfi sem hefur komið til Íslands"
Fyrrum markmannsþjálfari Augsburg.
Fyrrum markmannsþjálfari Augsburg.
Mynd: Jahn Regensburg
Hjörvar Daði lék 15 leiki í sumar en hefur aldrei spilað í efstu deild.
Hjörvar Daði lék 15 leiki í sumar en hefur aldrei spilað í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV tilkynnti í vikunni að fyrrum markmannsþjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Augsburg, Kristian Barbuscak, yrði markmannsþjálfari félagsins á komandi tímabili.

Hann var hjá Augsburg á árunum 2020-2023 og heldur nú til Vestmannaeyja. En hvernig gerist það?

„Ég held að þetta sé stærsta nafnið í þessu starfi sem hefur komið til Íslands, er eiginlega 100% á því. Hann var í þrjú tímabil hjá Augsburg, tvö af þeim á meðan Alfreð (Finnbogason) var þar. Þegar aðalþjálfarinn var rekinn 2023 þá var markmannsþjálfarinn líka látinn fara og er hann búinn að vera í fríi síðan þá," segir Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, við Fótbolta.net.

„Ég auglýsi starfið á LinkedIn og það kemur umsókn frá honum. Ég var ekkert svakalega bjartsýnn að hann myndi halda því alveg til streitu að vilja koma, en svo endaði þetta á því að hann langaði virkilega að koma. Hefur mikinn áhuga á Íslandi sem slíku út af fegurð landsins og langaði að koma í úrvalsdeildafélag; sér þetta sem nýtt upphaf á sínum ferli. Ég er gríðarlega sáttur við að fá hann," segir Láki.

Hjörvar Daði Arnarsson spilaði meirihluta leiki liðsins í markinu á síðasta tímabili og Jón Kristinn Elíasson spilaði hina. Hvorugar þeirra hefur mikla reynslu úr efstu deild. Eru Eyjamenn að skoða markmannsmálin?

„Við erum ekki að skoða að fá inn annan markmann. Eins og staðan er í dag þá förum við með þá inn í undirbúningstímabilið og vonum að þeir taki næsta skref. Það er alveg klárt að við erum ekki að skoða aðra markmenn," segir Láki.
Athugasemdir
banner