Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 08. febrúar 2023 21:20
Ívan Guðjón Baldursson
De Laurentiis um Osimhen: Við erum skuldlaust félag

Aurelio de Laurentiis, forseti Napoli, er þekktur fyrir að vera harður í horn að taka þegar kemur að viðskiptum og fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum.


Honum hefur tekist að halda fjölda leikmanna innan raða Napoli í gegnum tíðina en þó ekki öllum. Hann hélt Kalidou Koulibaly heillengi og ætlar ekki að missa Victor Osimhen frá félaginu.

„Ég get sagt ykkur það að Osimhen er ekki til sölu," sagði De Laurentiis við þýska miðilinn Bild.

„Leikmennirnir okkar eru eftirsóttur en ég þarf ekki að selja neinn þar sem við erum skuldlaust félag."

Manchester United er á höttunum eftir Osimhen þar sem þessu risastóra fótboltafélagi vantar stjörnu til að leiða sónarlínuna.

Osimhen er 24 ára gamall og hefur skorað 45 mörk í 83 leikjum með Napoli. Á þessari leiktíð er hann kominn með 16 mörk í 17 leikjum.


Athugasemdir