Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 08. febrúar 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Upamecano fékk hjálp frá óperusöngvara
Mynd: EPA
Franski miðvörðurinn Dayot Upamecano hefur verið að vinna með óperusöngvara upp á síðkastið til að styrkja rödd sína og bæta raddtækni.

Upamecano hefur verið að leggja upp úr því að bæta leik sinn innan vallar og þetta er einn þátturinn í því.

Sem fótboltamaður - og sérstaklega sem miðvörður - þá þarftu að tala mikið inn á vellinum. Upamecano gerði það en hann verkjaði í raddböndin eftir leiki.

Hann hafði því samband við óperusöngvara frá Leipzig sem hjálpaði honum að nota raddböndin betur. Óperusöngvarinn hjálpaði honum líka að styrkja róminn í röddinni. Það hefur hjálpað franska miðverðinum að hafa samskipti á vellinum.

„Þetta var áhugavert ferli. Þú þarft að garga sem varnarmaður," segir Upamecano en hann hefur verið að leika vel með Bayern í Þýskalandi.
Athugasemdir
banner
banner