Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 08. mars 2021 19:26
Victor Pálsson
Richards skaut á Keane sem svaraði fyrir sig - „Svo góður að þeir lánuðu hann og seldu til Tottenham"
Sergio Reguilon hér til vinstri.
Sergio Reguilon hér til vinstri.
Mynd: Getty Images
Micah Richards, fyrrum landsliðsmaður Englands, svaraði Roy Keane fullum hálsi í gær er þeir félagar ræddu leik Tottenham og Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.

Keane komst í fréttirnar í síðustu viku en hann virðist ekki vera mikill aðdáandi bakvarðarins Sergio Reguilon sem leikur með Tottenham.

Keane reifst við kollega sinn Jamie Redknapp um bakvörðinn sem og aðra leikmenn Tottenham en samkvæmt Íranum er hópur liðsins ekki í topp klassa.

Richards er á sama máli og Redknapp þegar kemur að Reguilon sem kom frá Real Madrid síðasta sumar. Hann lék í 4-1 sigri á Palace í gær.

„Ég heyrði ummæli Roy í síðustu viku og ég veit ekki hvort hann hafi séð hann spila," sagði Richards um ummæli Keane.

„Þú ert að tala um Real Madrid. Hann er bakvörður í hæsta gæðaflokki."

Keane var ekki lengi að svara fyrir sig og minnti Richards á það að Reguilon hafi verið lánaður til Sevilla á síðustu leiktíð.

„Þú veist að hann var lánaður á síðasta ári, hann var það góður. Já hann er góður leikmaður en hann er svo góður að þeir lánuðu hann og seldu hann svo til Tottenham."
Athugasemdir
banner
banner
banner