Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. mars 2021 13:52
Magnús Már Einarsson
Vonast til að fá alla leikmenn í landsleikina
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að vonast sé til að allir leikmenn íslenska landsliðsins og U21 landsliðsins fái að mæta í verkefni í lok mánaðarins.

Ísland hefur leikið í undankeppni HM gegn Þýskalandi þann 25. mars og sama dag hefur U21 landsliðið leik í milliriðli fyrir EM.

Óttast hefur verið að félög muni banna leikmönnum að fara í landsleiki vegna reglna um sóttkví við heimkomu. Klara vonast til að allir leikmenn Íslands fái að mæta í leikina.

„Þetta er í vinnslu ennþá og við vonumst til að geta stillt upp okkar sterkustu liðum í A og U21," sagði Klara við Fótbolta.net í dag.

Um helgina var ákveðið að leikjunum í undankeppni HM í Suður-Ameríku verði frestað í þessum mánuði en að sögn Klöru hefur UEFA ekki tilkynnt slíkar fyriráætlanir um leikina í Evrópu.

Leikir Íslands
Þýskaland - Ísland (fimmtudagur 25. mars)
Armenía - Ísland (sunnudagur 28. mars)
Liechtenstein - Ísland (miðvikudagur 31. mars)

Leikir U21
Rússland - Ísland (fimmtudagur 25. mars)
Danmörk - Ísland (sunnudagur 28. mars)
Frakkland - Ísland (miðvikudagur 31. mars)
Athugasemdir
banner
banner