fim 08. apríl 2021 20:55
Aksentije Milisic
Evrópudeildin: Slavia Prag jafnaði í uppbótartíma gegn Arsenal - Man Utd og Roma með útisigra
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
8-liða úrslit Evrópudeildarinnar hófust í kvöld með fjórum leikjum. Tvö enski lið eru í keppninni en Manchester United mætti Granada á Spáni og þá fékk Arsenal lið Slavia Prag í heimsókn á Emirates leikvanginn.

Á Spáni hófst leikurinn mjög rólega. Fyrir utan það að nakinn maður hljóp inn á völlinn snemma leiks, þá var lítið að frétta í leiknum sjálfum. Heimamenn pressuðu United mikið fyrstu mínúturnar en United náði hægt og rólega tök á leiknum og var miklu meira með knöttinn en án þess að skapa sér afgerandi færi.

Fyrsta mark leiksins kom hins vegar á 31. mínútu leiksins. Victor Lindelof átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Granada sem Marcus Rashford tók vel á móti og kláraði snyrtilega framhjá markverði Granada.

Granada átti sínar sóknir en engin afgerandi færi. Ein tilraun heimamanna fór í utanverða stöngina úr þröngu færi en þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks var staðan 0-1 United í vil.

Seinni hálfleikurinn var nokkuð jafn og voru ekki mikið um færi í honum. Harry Maguire og Luke Shaw fengu báðir gult spjald í leiknum og verða því í banni í síðari leiknum.

Á 89. mínútu fékk United vítaspyrnu. Bruno Fernandes féll þá við eftir klafs við leikmann Granada. Bruno fór sjálfur á punktinn og skoraði. Man Utd fer því með 2-0 forskot í síðari leikinn á Old Trafford í næstu viku.

Arsenal og Slavia Prag mættust í London. Fyrri hálfleikurinn var mjög rólegur og gerðist ekki mikið markvert í honum.

Síðari háfleikurinn var hins vegar mjög fjörugur og strax í byrjun vildi Arsenal fá vítaspyrnu. David Zima braut klaufalega á Bukayo Saka. VAR skoðaði atvikið og var brotið utan teigs og því réttur dómur að dæma aukaspyrnu.

Stuttu síðar átti Willian skot fyrir Arsenal en það fór í tréverkið. Slavia Prague fékk gott færi í byrjun síðari hálfleiks. Jan Boril komst þá í hörku færi en Bernd Leno varði með fótunum. Arsenal fékk dauðafæri í stuttu síðar. Alexandre Lacazette datt þá í gegn en skot hans fór í þverslánna. Emile Smith-Rowe náði frákastinu en tókst ekki að skora.

Það var á 86. mínútu sem fyrsta mark leiksins kom. Pierre-Emerick Aubameyang fann þá Nicolas Pepe sem kláraði færið mjög vel.

Slavia Prag gafst ekki upp og jafnaði í uppbótartíma. Tomas Holes skoraði þá eftir hornspyrnu frá gestunum. Gífurlega mikilvægt mark fyrir Slavia. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli.

Í Hollandi mættust Ajax og Roma í Amsterdam. Heimamenn komust yfir þegar Davy Klaasen skoraði. Dusan Tadic gat komið heimamönnum í 2-0 en Lopez varði spyrnu Tadic sem fór beint á markið.

Roma svaraði með tveimur mörkum, Lorenzo Pellegrini skoraði fyrra markið beint úr aukaspyrnu og það var svo Roger Ibanez sem tryggði Roma frábæran sigur þegar þrjár mínútur voru til leiksloka.

Villareal gerði síðan góða ferð til Króatíu og vann Dinamo Zagreb með einu marki gegn engu.

Granada CF 0 - 2 Manchester Utd
0-1 Marcus Rashford ('31 )
0-2 Bruno Fernandes ('90 , víti)

Arsenal 1 - 1 Slavia Praha
1-0 Nicolas Pepe ('86 )
1-1 Tomas Holes ('90 )

Ajax 1 - 2 Roma
1-0 Davy Klaassen ('39 )
1-0 Dusan Tadic ('53 , Misnotað víti)
1-1 Lorenzo Pellegrini ('57 )
1-2 Roger Ibanez ('87 )

Dinamo Zagreb 0 - 1 Villarreal
0-1 Gerard Moreno ('44 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner