Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 08. maí 2021 16:21
Aksentije Milisic
2. deild: KF sótti sigur í Akraneshöllina - ÍR lagði Leikni F
Ljubomir Delic var hetja KF í dag.
Ljubomir Delic var hetja KF í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fyrsta umferðin í annari deild karla hélt áfram í dag en þrír leikir voru á dagskrá.

Í Akraneshöllinni áttust við Kári og KF. Gestirnir frá Fjallabyggð byrjuðu betur en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum fyrir hlé og leiddu því leikinn 2-1 í hálfleik.

Sachem Wilson jafnaði metin fyrir KF þegar 53. mínútur voru búnar og þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka fengu Kára menn rautt spjald. KF nýtti sér liðsmuninn og tryggði Ljubomir Delic liðinu sigurinn með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Grétari Áka Bergssyni.

ÍR vann öflugan 2-0 sigur á Leikni F í Breiðholtinu. Arian Ari Morina kom ÍR yfir eftir fimmtán mínútna leik og Axel Kári Vignisson tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleiknum. Góður sigur hjá ÍR því staðreynd.

Í Fjarðarbyggðarhöllinn mættust svo Fjarðabyggð og Völsungur. Báðum liðum hefur verið spáð slæmu gengi en Völsungur byrjaði leikinn í dag miklu betur.

Liðið leiddi leikinn með þremur mörkum gegn einu þegar flautað var til hálfleiks. Markavélin Sæþór Olgeirsson gerði tvö mörk og eitt markanna var sjálfsmark. Leiknum lauk með 3-0 sigri Völsungs.

Kári 2-3 KF
0-1 Oumar Diouck ('12)
1-1 Jón Vilhelm Ákason ('25)
2-1 Gabríel Þór Þórðarson ('34)
2-2 Sachem Wilson ('53)
2-3 Ljubomir Delic ('86)
Rautt spjald: Andri Júlíusson ('69)

ÍR 2 - 0 Leiknir F.
1-0 Arian Ari Morina ('15 )
2-0 Axel Kári Vignisson ('53 )

Fjarðabyggð 0 - 3 Völsungur
0-1 Adam Örn Guðmundsson - Sjálfsmark ('5)
0-2 Sæþór Olgeirsson ('14)
0-3 Sæþór Olgeirsson ('36)
Athugasemdir
banner
banner