Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   lau 08. maí 2021 22:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Þetta er töff en svona er íslenskur fótbolti í maí
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi skoraði mark Víkinga í kvöld
Helgi skoraði mark Víkinga í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann svaraði kallinu, hann hefur skorað mörk á öllum levelum í yngri flokkum og nú er kominn tími til að hann skori í Pepsi. Það var bara tímaspursmál, gaurinn fær færi í hverjum einasta leik og helst tvö eða þrjú," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali við Hafliða Breiðfjörð eftir jafntefli við ÍA.

Arnar var þarna spurður út í Helga Guðjónsson sem skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins eftir að hafa ekki byrjað í fyrstu umferð.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Víkingur R.

„Þetta var óskabyrjun en mikið var þetta erfiður leikur. Þetta voru frekar hræðilegar aðstæður fyrir bæði lið og bara erfitt. Ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt þó það hafi verið súrt að fá markið á sig undir lok leiksins."

„Þetta var gæðalega séð lélegur fótboltaleikur en örugglega kósí heima í stofu að horfa á hann. Aðstæður voru hræðilegar, völlurinn harður, rok og allur pakkinn. Þetta er bara töff (tough) en svona er bara íslenskur fótbolti í maí."


Ertu jákvæður með fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum?

„Jú, ég er það. Þetta minnir mig á tvo fyrstu leikina frá því í fyrra. Við vorum með tvö stig þá en fjögur stig núna. Þetta er drulluerfið deild núna, fyrstu leikirnir, þetta eru svolítið skrítnir leikir á meðan menn eru að ná takti. Þetta verður smá weird á meðan lið eru að ná balance og stilla saman strengi," sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner