Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
banner
   lau 08. maí 2021 22:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Þetta er töff en svona er íslenskur fótbolti í maí
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi skoraði mark Víkinga í kvöld
Helgi skoraði mark Víkinga í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann svaraði kallinu, hann hefur skorað mörk á öllum levelum í yngri flokkum og nú er kominn tími til að hann skori í Pepsi. Það var bara tímaspursmál, gaurinn fær færi í hverjum einasta leik og helst tvö eða þrjú," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali við Hafliða Breiðfjörð eftir jafntefli við ÍA.

Arnar var þarna spurður út í Helga Guðjónsson sem skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins eftir að hafa ekki byrjað í fyrstu umferð.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Víkingur R.

„Þetta var óskabyrjun en mikið var þetta erfiður leikur. Þetta voru frekar hræðilegar aðstæður fyrir bæði lið og bara erfitt. Ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt þó það hafi verið súrt að fá markið á sig undir lok leiksins."

„Þetta var gæðalega séð lélegur fótboltaleikur en örugglega kósí heima í stofu að horfa á hann. Aðstæður voru hræðilegar, völlurinn harður, rok og allur pakkinn. Þetta er bara töff (tough) en svona er bara íslenskur fótbolti í maí."


Ertu jákvæður með fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum?

„Jú, ég er það. Þetta minnir mig á tvo fyrstu leikina frá því í fyrra. Við vorum með tvö stig þá en fjögur stig núna. Þetta er drulluerfið deild núna, fyrstu leikirnir, þetta eru svolítið skrítnir leikir á meðan menn eru að ná takti. Þetta verður smá weird á meðan lið eru að ná balance og stilla saman strengi," sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner