Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 08. maí 2021 22:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Gunnlaugs: Þetta er töff en svona er íslenskur fótbolti í maí
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi skoraði mark Víkinga í kvöld
Helgi skoraði mark Víkinga í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann svaraði kallinu, hann hefur skorað mörk á öllum levelum í yngri flokkum og nú er kominn tími til að hann skori í Pepsi. Það var bara tímaspursmál, gaurinn fær færi í hverjum einasta leik og helst tvö eða þrjú," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali við Hafliða Breiðfjörð eftir jafntefli við ÍA.

Arnar var þarna spurður út í Helga Guðjónsson sem skoraði strax á fyrstu mínútu leiksins eftir að hafa ekki byrjað í fyrstu umferð.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Víkingur R.

„Þetta var óskabyrjun en mikið var þetta erfiður leikur. Þetta voru frekar hræðilegar aðstæður fyrir bæði lið og bara erfitt. Ég held að jafntefli hafi verið sanngjarnt þó það hafi verið súrt að fá markið á sig undir lok leiksins."

„Þetta var gæðalega séð lélegur fótboltaleikur en örugglega kósí heima í stofu að horfa á hann. Aðstæður voru hræðilegar, völlurinn harður, rok og allur pakkinn. Þetta er bara töff (tough) en svona er bara íslenskur fótbolti í maí."


Ertu jákvæður með fjögur stig úr fyrstu tveimur leikjunum?

„Jú, ég er það. Þetta minnir mig á tvo fyrstu leikina frá því í fyrra. Við vorum með tvö stig þá en fjögur stig núna. Þetta er drulluerfið deild núna, fyrstu leikirnir, þetta eru svolítið skrítnir leikir á meðan menn eru að ná takti. Þetta verður smá weird á meðan lið eru að ná balance og stilla saman strengi," sagði Arnar.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner